top of page

Lífsvottorð sem skila þarf inn árlega    [English]

Elli- og makalífeyrisþegar lífeyrissjóða innan Greiðslustofu lífeyrissjóða sem eru með lögheimili erlendis þurfa að skila inn lífsvottorði til sjóðsins á hverju ári.

Ellilífeyrisþegar geta farið inn í gagnagátt Greiðslustofu, sem er HÉR, skrá sig inn með rafrænum skilríkjum frá Auðkenni eða Evrotrust [Leiðbeiningar hvernig hægt er að sækja um slík skírteini er neðst á síðunni] Þegar búið að skrá sig inn þá á að ýta á "Skilaboð", setja þar inn kennitölu og heimilisfang lífeyrisþega og Skráarheiti skal vera kennitala lífeyrisþega, svo ýtt á "Senda"og þar á eftir á "Staðfesta".

Sjá hér:

Að öðrum kosti ef lífeyrisþegi getur ekki nýtt sér innskráningu með rafrænum skilríkjum, má skila inn vottorði til Greiðslustofunnar sem þarf að vera staðfest af opinberum aðila í viðkomandi landi. Hægt er að senda Greiðslustofunni vottorðið með tölvupósti á netfangið lifeyrir@greidslustofa.is. HÉR er eyðublað sem hægt er að fylla út, fá undirritað og stimplað af opinberum aðila. 

Greiðslustofa lífeyrissjóða sendir áminningu til lífeyrisþega í upphafi hvers árs, hún fer inn á www.island.is “mínar síður”, inn á sjóðfélagavef hjá viðkomandi lífeyrissjóði og í bréfpósti ef heimilisfang lífeyrisþega er á skrá hjá lífeyrissjóðnum.

Í árlegri áminningu kemur fram hvenær skilafresturinn er, sem er 20. apríl, og hvaða gögnum þarf að skila. Auk búsetuvottorðs skulu:

  • Makalífeyrisþegar senda sjóðnum hjúskaparvottorð frá búsetulandi með upplýsingum um núverandi hjúskaparstöðu. þar með geta þeir ekki einungis staðfest sig með skilaboði í gegnum Gagnagáttina. Þeir þurfa að skila inn staðfestu vottorði frá opinberum aðila í viðkomandi landi sem sýnir hver núverandi hjúskaparstaða er. HÉR er eyðublað sem hægt er að fylla út, fá undirritað og stimplað af opinberum aðila. 

Vinsamlegast athugið að lífeyrisgreiðslur stöðvast ef gögn berast ekki innan þess tíma sem gefinn er upp. 

Lífeyrisgreiðslur sem stöðvast eru greiddar afturvirkt í samræmi við reglur og samþykktir lífeyrissjóðanna, skili sjóðfélagi inn fullnægjandi gögnum sem staðfesta rétt á áframhaldandi greiðslum.

Leiðbeiningar hvernig hægt er að sækja um rafræn skilríki:

Auðkennisappið sækir þú með því að taka mynd af þessum kóða: 

og hér eru leiðbeiningar hvernig þú sækir um rafrænu skilríkin í Auðkennisappinu:​

Til að sækja um rafræn skilríki hjá Evrotrust, þá þarf að sækja Evrotrust appið í Google Play eða App Store.

Sjá frekari upplýsingar um Evrotrust HÉR 

Þegar notast er við Evrotrust til að skrá sig inn á Signet transfer gagnagáttina, þá þarf að opna Evrotrust appið í símanum. Þá kemur upp: "Pending documents: Signet transfer auðkenningarbeiðni...", þá þarf að ýta á V.

Eftir það velur út rafrænu skilríkin sem eru "E-Sign Qualified - Personal ID number included", þá ferðu inn á Signet síðuna þar sem þú getur ýtt á Skilaboð - skráð þar heimilisfang og kennitölu, sett kennitölu í "skráarheiti" og ýtt á "Senda" svo "Staðfesta"

innskráning leiðbeining.png
auðkennisappið.png
lífsvottorð.png

s: 563-6400

Sími Greiðslustofu lífeyrissjóða er opinn:

Mán. til fim.:   09:00 til 15:00

Föstudaga:   09.00 til 14.00

 

Athuga að Greiðslustofa lífeyrissjóða er ekki með opna afgreiðslu, einungis hægt að hafa samband í gegnum síma eða með tölvupósti á netfangið lifeyrir@greidslustofa.is


Kennitala: 500502-4280

©2020 by Greiðslustofa lífeyrissjóða

bottom of page